Kór Menntaskólans að Laugarvatni hélt skemmtikvöld sunnudaginn 26. október í matsal skólans og tókst það í alla staði mjög vel. Skemmtikvöldið var liður í fjáröflun kórsins en þau hafa ákveðið að leggjast í víking og heimsækja Kaupmannahöfn í vor.
Kórinn söng nokkur lög undir stjórn Eyrúnar Jónasdóttur og einnig voru skemmtiatriði í boði hverrar raddar, einnig tróðu einstaklingar upp með söng og annan tónlistarflutning. Á eftir var svo boðið uppá kaffi og kökur og var búið að útbúa N-stofu sem fyrirmyndar kaffihús. Þarna var hægt að eiga notalega stund og var skemmtikvöldið fjölsótt.
Kór Menntaskólans mun halda tónleika í Skálholtskirkju miðvikudaginn 3. Desember.
Hér má sjá myndir af skemmtikvöldinu