Föstudaginn 2. febrúar lögðum við af stað til Reykjavíkur, öll frekar svekkt yfir því að ferðinni til Akureyrar hafi verið frestað en ákveðin í að reyna að gera það besta úr ferðinni.
Við vorum mætt í Egilshöllina kl 14 og skelltum okkur á skauta í klukkutíma. Það var mjög skemmtilegt á skautum. Fólk kunni mis mikið á skauta fyrir fram en allir reyndu sitt besta sem er það eina sem skiptir máli.
Eftir skautana lá leið okkar í Reykjavík Escape sem var mjög skemmtilegt. Þetta var hæfilega erfitt og góð æfing í hópavinnu. Næst lá leiðin aftur í Egilshöllina og þá í keilu. Eins og á skautum var færnin mis mikil en allir virtust skemmta sér vel.
Eftir keilu fóru flestir í bíó og síðan fórum við heim á Laugarvatn.
Morguninn eftir mættum við í Bláfjöll um kl. 10. Flestir leigðu skíði, fengu kennslu í undirstöðuatriðum og voru síðan bara farnir sína leið. Veðrið var gott og færið fínt svo tíminn leið frekar hratt. Síðustu skíðakapparnir komu í rútna rúmlega kl 17 enda var þá búið að loka öllum lyftum og við orðin mátulega þreytt og tilbúin til að fara í sund.
Við enduðum ferðina á því að fara á grillhúsið áður en við brunuðum austur.
Þrátt fyrir það að fara ekki norður á skíði var þessi helgi mjög skemmtileg, og það kennir manni að plan-A er ekki alltaf betra en plan-B.
Takk fyrir frábæra ferð
Guðrún Karen 1.N
Arnar Dór Ólafsson í 3F tók myndirnar sem eru hér.