IMG_21582Menntaskólanum að Laugarvatni var slitið laugardaginn 21. maí og þar voru 35 stúdentar brautskráðir af þrem námsbrautum.  

Hæstu einkunn á stúdentsprófi og jafnframt þá hæstu í sögu skólans, hlaut Jón Hjalti Eiríksson frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum, 9,78. Hann útskrifaðist af náttúrufræðabraut. Þetta er enn athyglisverðara vegna þess að um er að ræða vegið meðaltal allra einkunna Jóns Hjalta á þeim fjórum árum sem námið stóð. Næst hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Herdís  Anna Magnúsdóttir frá Hveratúni í Laugarási, 9,16, einnig af náttúrufræðabraut.

 

 IMG_21722Enn eitt afrekið er ótalið, en systir Jóns Hjalta, Þjóðbjörg Eiríksdóttir, lauk námi sínu í 1. bekk með aðaleinkunninni 9,9.

Fyrir 2 árum lauk bróðir Jóns Hjalta, Ögmundur, prófi frá skólanum með hæstu einkunn sem þá hafði verið gefin, en Jón Hjalti bætti lítillega við það, eins og áður getur.

 

 

 

IMG_21822Þrír nemendur hlutu styrk úr styrktarsjóði Kristins og Rannveigar: Jón Hjalti Eiríksson, Herdís Anna Magnúsdóttir og Sævar Ingi Sigurjónsson

 Júbílantar streymdu að úr öllum að úr öllum áttum til að rifja upp ljúfa tíma á Laugarvatni. Þeir þeir færðu skólanum og nemendafélaginu veglegar gjafir eins og þeirra er von og vísa. Um kvöldið sátu þeir hátíðarkvöldverð og komu síðan við hjá skólameistarahjónunum í morgunkaffi áður en þeir héldu heim á leið.

 Fram kom í annál aðstoðarskólameistara, að skólinn var fullsetinn í vetur og komust færri að en vildu. 171 hóf nám s.l. haust  og 165 gengust undir vorannar- og stúdentspróf..