tickedboxNú er reglulegum prófatíma lokið. Framundan er undirbúningur fyrir brautskráningu og skólaslit, vinnsla einkunna og endurtökupróf. Skólanum verður slitið og stúdentar brautskráðir, laugardaginn 25. maí.

Á þriðjudag, 21. maí, er reiknað með að allar einkunnir liggi fyrir og þá verður hægt að ákvarða skipulag endurtektarprófa og vera í sambandi við þá sem eiga kost á að bæta stöðu sína með þeim hætti.

Það er mikilvægt að nemendur sem eru í þeirri stöðu að eiga mögulega rétt á að fara í endurtökupróf, fylgist grannt með gangi mála og verði í góðu sambandi við skólann.

Endurtökuprófin verða haldin dagana 27. – 29. maí og verður skipulag þeirra kynnt hér á þriðjudaginn kemur.

-pms