Undanfarna daga hefur starfsfólk unnið að undirbúningi nýs skólaárs, fyrsti kennarafundur komandi annar var í morgun og dagskrá næstu daga liggur fyrir.

Á mánudaginn kemur, 20. ágúst kl. 13:00 munu nýemar mæta í skólann ásamt foreldrum/forráðamönnum. Kl. 14:00 koma foreldrar/forráðamenn á fund í matsal með stjórnendum, námsráðgjafa, gjaldkera mötuneytis og húsbónda á heimavist. Á meðan á fundi stendur mun stjórn nemendafélagsins fylgja nýnemum um skólahúsnæðið og nágrenni, og kynna starfsemi nemendafélagsins og félagslíf innan skólans.

Þriðjudagur 21. ágúst er nýnemadagurinn. Dagskrá dagsins er þannig að fyrir hádegi er nýnemum kynnt ýmislegt sem viðkemur starfi skólans. Eftir hádegi er síðan óvissuhópefli, ætlað til að nemendur kynnist innbyrðis. Síðdegis fara eldri nemendur svo að tínast á staðinn.

Formleg skólasetning verður miðvikudagsmorgun 22. ágúst og í framhaldi verður svokölluð hraðkennsla, þ.e. að hver kennslustund verður einungis 40 mínútur og þannig hittir hver kennari  á sinn hóp einu sinni strax fyrsta daginn og hver nemandi hittir sinn kennara í viðkomandi áfanga. Á  fimmtudagsmorgun hefst  kennsla samkvæmt stundaskrá.

Nú eru 140 nemendur skráðir í nám við skólann. Af þeim eru 42 nýir nemendur, 41 á fyrsta ári, einn innritast nýr á annað ár og eru nemendur 2. bekkjar nú 48 og 3. bekkjar 51.

vs