rymingaraefingBrunaviðvörunarkerfið fór í gang um það bil kl. 11:40 í morgun. Fljólega var slökkt á því, en nokkru síðar fór það aftur í gang og þá streymdu nemendur og starfsfólk úr húsi. Lykilfólk skannaði síðan helstu staði þar sem mögulegt var að fólk gæti verið.  

Rýming hússins tók um þrjár og hálfa mínútu. Fyrir utan, á tilgreindum stöðum söfnuðust hóparnir saman með kennurum og þar var tekið manntal. Þegar allt var klárt lýsti skólameistari því yfir að æfingunni væri lokið. Nemendur fóru með kennurum í stofur sínar og þar voru teknir saman þeir hnökrar sem fólk taldi að hafi komið fram og það sem betur þyrfti að hyggja að. Á kennarafundi síðar í dag munu kennarar síðan greina frá umræðum í bekkjum og lýsa sinni upplifun af þessari þörfu æfingu.

 

-pms

myndir frá æfingunni