frá skólasetninguVið upphaf fyrsta skóladags í gær var skólinn settur (að viðstöddu fjölmenni). Skólameistari greindi frá því helsta sem komandi skólaár felur í sér og þeim breytingum sem hafa orðið á starfsmannahópnum. Nú á haustönn eru starfsmenn 39, 20 sinna kennslu og stjórnun og 19 öðrum störfum, á heimavistum, í eldhúsi, þvottahúsi, við ræstingar og á skrifstofum. Nemendur í upphafi haustannar eru 151. Það eru 52 í 1. bekk og hann er fullsetinn, í 2. bekk eru 23, í þeim þriðja 32 og í fjórða bekk eru 43. Það stefnir í óvenju stóran hóp nýstúdenta á komandi vori.

Þessi fyrsta vika skólaársins einkennist að gleði, spennu, glensi og gamni með smá skvettu af kvíða, en efst í hugum nemenda er auðvitað (væntanlega) sá grjótharði ásetningur að standa sig í náminu. Þannig á það líka að vera.  Galdurinn er að finna réttu blönduna af því sem nefnt er hér fyrir framan. Megi okkur öllum takast það.

pms

nokkrar myndir frá skólasetningu