Með reglulegu millibili þarf að fara yfir reglulverk það sem unnið er eftir innan skólans. Tilgangur endurskoðunar af þessu tagi er auðvitað að sníða af agnúa sem upp geta komið á reglum, aðallega vegna ýmissa breytinga á öðrum sviðum.
Vinna við að endurskoða skólasóknarreglur hófst reyndar á síðasta skólaári, en í gær, 4. september, tók skólaráð reglurnar til umræðu og samþykkti þær tillögur að breytingum sem gerðar höfðu verið. Reglur verða aldrei fullsamdar og því mun skólaráð halda áfram umfjöllun um reglurnar í vetur.
Endurskoðaðar skólasóknarreglur er að finna hér og eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér þær vel.
pms