NynemavikaVinna við undirbúning fyrir móttöku nemenda og vetrarstarfinu gengur vel. Starfsmenn dansa um ganga og skrifstofur og það má greina ákveðna blöndu tilhlökkunar, spennu og jafnvel snefil af kvíða. Þetta er ágæt blanda.

Hér er dagskráin næstu daga:

Föstudagur 19. ágúst: Kennarafundur

Mánudagur 22. ágúst:  Upp úr kl. 13 fara nýnemar að tínast á staðinn í fylgd forráðamanna.  Kl. 14 hefst fundur stjórnenda og fleiri starfsmanna með forráðamönnum, en meðan á honum stendur, kynnir stjórn nemendafélagsins nýnemum skólahúsnæðið og nágrenni.

Þriðjudagur 23. ágúst:  Um morguninn fá nýnemar kynningu á náminu og lífi í skólanum en taka síðan þátt ákveðnu óvissuhópefli eftir hádegið.  Síðdegis fara eldri nemar að tínast á staðinn.

Miðvikudagur 24. ágúst: Skólasetning að morgni og beinu framhaldi af henni hefst kennsla samkvæmt stundaskrá.

Í dag eru 154 nemendur skráðir til náms á komandi vetri: 54 í 1. bekk, 49. í 2. bekk, 23 í 3. bekk og 28 í 4. bekk.

Við væntum góðs af samstarfinu við þetta ágæta fólk á komandi vetri.

pms