sklasetning h11

Skólasetning s.l. miðvikudag markaði formlega skólabyrjun. Að henni lokinni hófst kennsla skv. stundaskrá. Nemendur sem eru skráðir í skólann á þessu hausti eru 168, 54 í 1. bekk, 43 í 2. bekk, 36 í 3. bekk og 35 í 4. bekk.  Heimavistir skólans rúma ekki fleiri nemendur en þar eru nú og farin hefur verið sú leið að taka kennaraíbúð undir nokkra nemendur úr efstu bekkjum.

 

Þessi vika er yfirleitt kölluð busavika hér á Laugarvatni. Henni lýkur á morgun föstudag, með hefðbundnum viðburðum.  Eftir helgi fer skólastarfið síðan af stað af fullum krafti, en því er ekki að neita, að fyrstu dagar skólaársins einkennast talsvert af þeirri spennu sem því fylgir að koma til baka úr sumarleyfinu, koma í nýjan skóla, eða taka við og taka inn nýja nemendur. Allt er þetta nú hluti af því að vera til, og kannski best að líta bara þannig á það.

 pms