55 nýnemar eru innritaðir í Menntaskólann að Laugarvatni næsta skólaár. 52 þeirra fara á fyrsta ár, 26 í 1N og 26 í 1F, og 3 á annað ár. 111 eldri nemendur flytjast á milli bekkja og 3 eru endurinnritaðir í bekk. Nemendafjöldi skólans verður því 169 næsta skólaár. Ljóst er því að þröng verður á þingi og leita þarf leiða til að koma nokkrum nemendum fyrir annarsstaðar en á vistum hans þar sem þær rúma ekki þennan fjölda. Því miður þurfti skólinn að hafna nokkrum nemendum sem útskrifuðust úr grunnskóla í vor um skólavist og að auki fjölda nemenda sem höfðu eitthvað framhaldsskólanám að baki en náðu ekki mati inn á annað ár. Nemendur sem luku grunnskóla í vor höfðu forgang og var því ekki hægt að innrita neinn umsækjanda á fyrsta ár sem lokið hafði grunnskóla árið 2009 og fyrr.
Skrifstofa Menntaskólans að Laugarvatni opnar að nýju fimmtudaginn 12. ágúst. Senda má fyrirspurnir á ml@ml.is.
Njótið sumarsins í starfi og lífi. hph |
|