Í Goðheimum komu nýlega út tvö fréttablöð, sneisafull af ævintýrum og slúðri af ásum, jötnum og fleiri kynjaverum. Það eru nemendur í 1. bekk í íslensku hjá Elínu Unu Jónsdóttur sem sáu um útgáfuna. Nemendur hafa nýlokið við lestur Gylfaginningar Snorra Sturlusonar og veita fréttablöðin innsýn í heim norrænnar goðafræði á nýstárlegan hátt. Nemendur bregða upp myndum af kostulegum persónum og setja á svið atriði þar sem húmorinn er ekki langt undan. Góða skemmtun við lesturinn!

https://issuu.com/elinuna/docs/ratatoskur_fr_ttabla__1f

https://issuu.com/elinunajonsdottir/docs/yggdrasill_fr_ttabla__1n