Kór nemenda Menntaskólans að Laugarvatni stóð fyrir áheitasöfnun fyrir kórferð sinni til Ítalíu í apríl næstkomandi. Um 100 nemendur skólans eru í kórnum og ákváðu þau að snú snú-a í heilan sólahring! Fjörið byrjaði á föstudeginum 2. mars kl.17.00 og lauk á sama tíma á laugardeginum. Það er óhætt að segja að mikið fjör var í hópnum og þau stóðu sig frábærlega í þessu krefjandi verkefni. Margir vöknuðu eflaust með væna strengi á sunnudeginum en allt þess virði!
Hafi einhver hug á því að styrkja kórinn þá er reikningsnúmerið 0325-13-110216 og kennitalan er 700575-0559.
Karen Dögg BryndísarogKarlsdóttir – verkefnastjóri kórs ML
Hér eru nokkar hoppumyndir og tengill á lifandi myndir sem eru frá viðburðinum sjálfum.
https://www.facebook.com/events/187200535410552/?active_tab=discussion