helgiarmÍ janúar 1997 hófst þessi saga með því að Guðjón Ármannsson frá Vesturholtum í Þykkvabæ, var kjörinn stallari Nemendafélagsins Mímis. Hún hélt áfram, þegar Jón Ólafur Ármannsson, bróðir hans var kosinn stallari í janúar, árið 2000. Þetta varð síðan talsvert merkilegt þegar þriðji bróðirinn, Arnar Ármannsson tók við embættinu í janúar 2007.

Þegar fjórði bróðirinn frá Vesturholtum, Helgi Ármannsson var kosinn stallari í gær, gerðist í rauninni bara það, því Helgi sinnir starfinu örugglega með sínum hætti, af trúmennsku, óháð fjölskyldusögunni, en í sögu skólans er hér um umtalsverð tíðindi að ræða.

Foreldrar bræðranna eru þau Bjarnveig Jónsdóttir og Ármann Ólafsson.

Vefstjóri óskar Helga til hamingju og velfarnaðar í ábyrgðarmiklu starfi.

pms