vatnsslagurPrófatímanum fylgir mikil alvara og nemendur leggja sig fram um að uppskeran eftir vetrarstarfið skili þeim fram á veginn. Það er hinsvegar mikilvægt að líta upp úr námsefninu stund og stund; breyta til og hreinsa hugann. Þar koma hefðirnar mikið við sögu.

Undir lok kennslu settust nemendur fyrir framan skrifstofu skólameistara og hófu upp raust sína, með þeim afleiðingum að skólameistari heimilaði þeim að syngja í eina kennslustund. Svo undarlegt sem það kann að virðast, þá hefur þessi hefð smám saman verið að þróast undanfarin ár í einhverskonar söng(öskur)keppni milli pilta og stúlkna. Þetta er ekki vettvangur til að fara nánar út í það.  

Í gær var mikið um að vera. Það voru próf að morgni, en eftir hádegið kepptu nemendur um það hverjir skyldu vera ML-skessa og ML-tröll. Eftir kaffið var síðan blásið til árlegs vatnsslags milli vista og það var mikill atgangur að vanda og ógurleg skemmtun fyrir þá sem þátt tóku og á horfðu.  Eftir það tók svo undirbúningur fyrir próf morgundagsins við, en síðasti reglulegu prófdagurinn er á mánudag.

Myndir frá þessum viðburðum eru:  Söngsalur        Kraftakeppni      Vatnsslagur

pms