Songsalur MobileSöngur er nemendum ML tamur. Ein af fjölmörgun hefðum í ML er söngsalur. En einu sinni á hvorri önn hefja nemendur söng fyrir framan skrifstofu skólameistara og biðja með þeim hætti um leyfi til að nota næstu kennslustund til söngs. Sé söngurinn með þeim hætti að skólameistari telur hann boðlegan, veitir hann leyfi sitt. Slíkur atburður átti sér stað á miðvikudaginn var. Nemendur fengu leyfi hjá skólameistara og sungu allan síðasta tíma fram að mat. 

Hér eru myndir af syngjandi nemendum, sem Álfheiður Björk Bridde vef- og markaðsfulltrúi Mímis tók. 

VS