fronskumarÞað hófst kl 14.00 s.l föstudag og því lauk sólarhring síðar, frönskumaraþoninu. Tilefni þess er fyrirhuguð ferð frönskunema til Parísar í mars og þarna var verið að safna fé til fararinnar. Frönskukennarinn, Gríma Guðmundsdóttir fóðraði þátttakendur á allskyns efni: verkefnum, kvikmyndum (t.d. La vie en rose, Le petit Nicolas og 8 femmes, svo einhverjar séu nefndar), slúðurblöðum og ýmsu öðru. Auk vinnu við verkefnin, áhorfsins á kvikmyndirnar og  lesturs slúðurblaðanna, stunduðu þáttakendur samtalsæfingar á frönsku af kappi og rifjuðu upp ýmislegt af því sem þeir hafa numið í fyrri áföngum, en nú eru þessir nemendur í FRA303. Frönsk tónlist myndaði síðan bakgrunninn fyrir þetta allt saman.

Samkaup á Laugarvatni styrkti maraþonið með drykkjum og snakki.

-pms

byggt á punktum frá Ástu Gunnarsdóttur, þátttakanda.

– myndir í myndasafni