sorpflokkun2Í tilefni dags Íslenskrar náttúru og einnig sem hluti af Grænfánaverkefni skólans, fengum við til okkar mann frá Gámaþjónustunni, Gunnar J Friðriksson til að fræða nemendur um sorpmál. Það kann að hljóma leiðinlegt, en klárlega er þetta málaflokkur sem snertir okkur öll og skiptir máli.

Allur skólinn var kallaður í matsal og þar sagði Gunnar okkur í tölulegum staðreyndum hvað fer af úrgangi/sorpi frá ML sem óflokkað, hvað flokkað ofl.  Þá fór hann aðeins yfir hvað verður um þann pappír og annað efni sem við flokkum, hvað er unnið úr þessu og hvað græðist yfirleitt á því að vera að flokka. Talsverð flokkun fer fram í ML en til að mynda er allur bylgjupappi settur í sér gám, notaður ljósritunarpappír flokkaður og ýmist kurlaður, notaður í rissblokkir eða sendur í hefðbundna endurvinnslu. Þar að auki eru allar dósir og flöskur teknar frá og andvirði notað í útskriftarferð 4 bekkinga, rafhlöður eru teknar í plastdalla auk þess sem allar perur fara í spillefnagáminn. Matarleifar allar fara í kvörn sem skilar þeim að endingu út í rotþró. Þannig að skólinn er sannarlega að gera sitt í umhverfismálum enda virk umhverfisnefnd innan veggja sem skipuð er bæði nemendum og starfsmönnum.

 

Pálmi Hilmarsson

Myndir frá fyrirlestrinum