lin-logo

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir nemenda um jöfnunarstyrk vegna dvalar fjarri heimili á skólatíma. Það er hægt að senda inn umsókn bæði í gegnum INNU og í gegnum heimabanka/einkabanka.  Það er mikilvægt að nemendur merki við, í umsókn sinni, að þeir sæki um styrk fyrir allt skólaárið.

Ef nemendur lenda í vanda með umsókn sína geta þeir leitað til skólaritara um upplýsingar eða aðstoð.

 

Þetta er erindið frá LÍN:

Jöfnunarstyrkur
Sækir þú nám fjarri lögheimili og fjölskyldu?
Kynntu þér reglur um námsstyrki og leiðbeiningar um skráningu á www.lin.is
Hægt er að skrá umsókn á Innu eða netbankanum!
Umsóknarfrestur vegna skólaársins 2013-2014 er til 15. október næstkomandi!
Lánasjóður íslenskra námsmanna
Námsstyrkjanefnd

-pms