Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema fór fram þriðjudaginn 9. október síðastliðinn.

Alls tóku 129 nemendur þátt á neðra stigi og 212 á efra stigi úr 20 framhaldsskólum á landinu.

Tveir nemendur við Menntaskólann að Laugarvatni voru á meðal nemenda í efstu sætum á neðra stigi.

En þetta árið voru það nemendur úr Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum við Hamrahlíð, Menntaskólanum að Laugarvatni, Menntaskólanum í Reykjavík og Verzlunarskóla Íslands er unnu sér inn þátttökurétt í lokakeppni sem fram mun fara í mars 2019.

Nemendur ML er unnu sér þátttökurétt í lokakeppninni eru Gunnheiður Guðmundsdóttir og Sindri Bernholt í 1N.

Meðfylgjandi eru myndir er kennari tók við verðlaunaafhendingu í Háskólanum í Reykjavík.

Jón Snæbjörnsson raungreinakennari

Sjá einnig heimasíðu keppninnar og FB síðu:

http://stae.is/stak/keppnin2018

https://www.facebook.com/staerdfraedikeppni/