StjornuskodunNemendur í valáfanganum stjörnufræði, heimsóttu fimmtudagskvöldið 5. apríl, fullkomnustu stjörnuskoðunaraðstöðu landsins á Hótel Rangá. Þar er finna hús með afrennanlegu þaki ásamt tveimur fyrsta flokks stjörnusjónaukum, bæði linsu- og spegilsjónauka. Á móti hópnum tók Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins er fræddi okkur um himingeiminn, bæði stjörnumerki og ýmis djúpfyrirbæri, vetrarbrautir, tvístirni, kúluþyrpingar ofl. er sýnileg voru með hjálp tölvustýrðu sjónaukanna tveggja.
 
 
Jón Snæbjörnsson raungreinakennari