kosningarÞað var haldinn stjórnmálafundur á Laugarvatni mánudaginn 15. apríl. Á fundinn komu fulltrúar 10 af þeim 11 framboðum sem bjóða fram í Suðurkjördæmi. Það var góð mæting á fundinn af hálfu óvissra nemenda, sem gafst kostur á að nýta sér málefnalegar umræður fulltrúa flokkanna til þess að mynda sér skoðun um hvað skuli kjósa í komandi Alþingiskosningum.

Daði Geir Samúelsson, 3N, stjórnaði fundinum af mikilli snilld og er það mál manna að betri fundarstjórn sé vart að finna norðan Alpafjalla.

 

Eðlilega var landbúnaðarstefna flokkanna mikið rædd, þar sem vel upplýstir nemendur létu hugmyndir sínar í ljós í tengslum við, vægast sagt, mikilvægt málefni.

Birkir Grétarsson