Stongin innFöstudagskvöldið sl. frumsýndi Leikfélag Menntaskólans að Laugarvatni leikritið Stöngin inn! eftir Guðmund Ólafsson, og sýndi það svo tvisvar á laugardeginum. Fjöldi fólks kom til að berja augum afurðina, sem nemendur höfðu haft í gerjun frá því löngu fyrir páska og ef að líkum lætur hafa allir skemmt sér hið besta. Alla vega sú sem þetta skrifar.

Leikritið, sem er gamansöngleikur með Abba-tónlist, gerist í litlu þorpi þar sem karlar dvelja löngum stundum yfir leikjum í Ensku – það líkar konunum ekki og grípa til ráðstafanna, sem hafa ýmislegt ófyrirséð í för með sér.

Leikstjórar voru þau Bjarnveig Björk Birkisdóttir og Sigurður Anton Pétursson. Átján  nemendur og leikarar, komu að sýningunni og 12 nemendur voru í öðrum störfum við sýninguna.

Vikilega skemmtilegt og vel gert hjá krökkunum sem segja sjálf um verkið: ,,… þar sem hent er gaman að staðalímyndum …“

Leikstjórarnir tóku nokkrar myndir og gáfu leyfi fyrir að þær yrðu birtar hér

VS