hvitblainnTil foreldra og forráðamanna nemenda Menntakólans að Laugarvatni. Boðað er til stofnfundar Foreldrafélags ML í matsal Menntaskólans að Laugarvatni fimmtudaginn 14. apríl 2011 kl 20.30

Dagskrá fundarins verður sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Kosning til stjórnar Foreldrafélags ML, sem jafnframt verður Foreldraráð skólans.  Kjósa skal 3 stjórnarmenn, til eins, tveggja og þriggja ára, auk tveggja varamanna, annars til eins árs og hins til tveggja ára.
  3. Umræða um lög Foreldrafélagsins og samþykkt þeirra, en tillaga að lögunum fylgir fundarboði þessu.
  4. Önnur mál.

Kæru foreldrar.

Foreldrafélag ML verður vettvangur til að fylgjast með aðbúnaði og líðan barnanna okkar í skólanum, koma á framfæri góðum hugmyndum um það sem betur mætti fara og eiga skemmtileg og uppbyggjandi samskipti við aðra foreldra. Mætum öll og látum okkur börnin okkar og málefni Menntaskólans að Laugarvatni varða. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Undirbúningsnefndin (skipaðir fulltrúar í foreldraráð ML haustið 2010):

María Magnúsdóttir Flúðum,

Kristjana Gestsdóttir Hraunteigi Gnúp. og

Geirþrúður Sighvatsdóttir Miðhúsum, Bisk. 

 


 

Til útskýringa:

Við hækkun sjálfræðisaldurs í 18 ár eru ólögráða unglingar í fyrstu bekkjum framhaldsskólanna. Var framhaldsskólum því gert skylt að stofna Foreldrafélag/Foreldraráð við hvern skóla, og er stofnun Foreldrafélags ML liður í að bregðast við því. Í lögunum segir: „Hlutverk foreldraráðs er að styðja við skólastarfið, huga að hagsmunamálum nemenda og í samstarfi við skólann efla samstarf foreldra og forráðamanna ólögráða nemenda við skólann.“