Í dag fjölmenna nemendur úr grunnskólum sunnanlands á Laugarvatn til að kynna sér skólann: námið, heimavistina, félagslífið og hvað annað sem mikilvægt getur verið að kynna sér í sambandi við samfélag okkar ML-inga.
Við hlökkum til að fá gestina, munum sýna þeim skólann, kynna þeim námið, bjóða þeim í mat og bjóða þeim loks til dýrindis söngskemmtunar, sem er Blítt & Létt, söngkeppni nemenda skólans, en þar verður valinn fulltrúi skólans til þátttöku í Söngkeppni framhaldsskólanna sem verður haldin með vorinu.
Söngkeppnin er sérstaklega kynnt á viðburðasíðu á Facebook.
pms