Það var farin skemmtileg leið til að halda upp á dag íslenskrar tungu í dag. Ein kennslustund var notuð til að sýna tvær stuttmyndir, sem nemendur haf unnið í tengslum við, annarsvegar Völuspá og hinsvegar Helga kviðu hundingsbana. Það var sérlega áhugavert að sjá hvernig höfundar tengdu saman heima sem eru svo langt frá hver öðrum í tíma, en samt svo nálægir. Það var gerður góður rómur að verkunum.
Myndin sem er byggð á Völuspá er verk þeirra Ástrúnar Svölu Óskardsóttur, Vigdísar Evu Steinþórsdóttur og Þórhildar Hrafnsdóttur sem eru í 2N, en myndin sem sækir yrkisefnið í Helga kviðu hundingsbana er eftir þær Aldísi Jónsdóttur, Jónu Ástudóttur, Sóley Tómasdóttur og Guðrúnu Ósk Friðriksdóttur í 2F.
pms
myndir í myndasafni