Mímir, Nemendafélag Menntaskólans að Laugarvatni, fékk á s.l. vori styrk, að upphæð 300 þúsund krónur, frá Menningarráði Suðurlands. Styrkurinn var veittur vegna uppsetningar nemendafélagsins á leikritinu Fiðlarinn á þakinu, sem var sýnt víðsvegar um Suðurland og fékk góða dóma.
Styrkurinn var kærkomin hjálp við að sýna veglegt leikrit á sextugasta afmælisári skólans og stuðlar að áframhaldandi leikstarfi nemendafélagsins.
Margrét Björg