Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 22. júní til og með 12. ágúst.  Við opnum hana að nýju fimmtudaginn 13. ágúst kl. 9:00.

Stjórnendur og gjaldkeri/fjármálastjóri munu svara fyrirspurnum á ml@ml.is eftir föngum í sumar.  Netfang gjaldkera og fjármálastjóra er fjarmal@ml.is 

Upplýsingar til nýnema má sjá í bréfi til þeirra sem sent verður út um 24. júní.  Annað bréf með nánari upplýsingum verður sent út í annarri viku ágústmánaðar.

Nýnemar og foreldrar/forráðamenn þeirra mæti mánudaginn 24. ágúst kl. 13:00.  Eldri nemar mæti að kvöldi þriðjudagsins 25. ágúst.  Skólasetning verður þann 26. ágúst kl. 8:15.

Innritaðir voru 59 nýnemar þar af einn á annað ár.  Um 85 nemendur flytjast á milli bekkja.  Nemendafjöldi næsta vetrar verður því um 145.

Skipað verður niður á heimavistir í sumar.

Njótum íslenska sumarsins og sjáumst endurnærð í ágústmánuði.

Skólameistari