logoml60Þann 12. apríl næstkomandi  verða liðin 60 ár frá stofnun Menntaskólans að Laugarvatni.  Við teljum að full ástæða til að fagna á þeim tímamótum með viðeigandi hætti.

Það eru nemendur skólans á hverjum tíma sem hafa mótað þann brag sem hefur einkennt skólann gegnum áratugina og því mun afmælisdagurinn taka mið af þeim.

Núverandi nemendur munu taka virkan þátt í hátíðahöldunum, bæði við undirbúning þeirra og dagskránni sjálfri, en þar að auki vinnum við nú við að fá fulltrúa nemenda skólans frá ýmsum tímum til að varpa ljósi á lífið í skólanum eins og það var þegar þeirra árgangur var að brjóta sér leið inn í heim fullorðinna.

 

Við reiknum með að veður verði með besta móti á afmælisdaginn. Í trausti þess eiga gestirnir, sem fara að birtast á staðnum um kl. 11, von á að lenda í hringiðu leikja og keppna utandyra. Innan dyra ætlum við að láta líf og fjör einkenna afmælishaldið, með ýmsum uppákomum, smáum og stórum. Milli klukkan 13 og 14 verður formleg dagskrá í matsal skólans, en aðrir dagskrárliðir verða kynntir betur þegar nær dregur.

Frú Vigdís Finnbogadóttir ætlar að sækja skólann heim á afmælisdaginn.

Hátíðinni lýkur síðan um kl. 16:00.

pms