hugarflaediÁ þessu ári fagnar skólinn 60 ára afmæli og í tilefni þess var skipulagður „hugarflæðisfundur“ eins og það var kallað. Fundurinn var í morgun og 14 hópar nemenda, starfsmanna og annarra þeirra sem boðið hafði verið, settust yfir verkefni undir stjórn vaskra hópstjóra og ritara.  Viðfangsefni allra hópanna var það sama: viðburðir á afmælisári, afmælisdagurinn sjálfur og loks greining á styrkleikum veikleikum, ógnunum og tækifærum stofnunarinnar/skólans.

Eftir hópastarfið komu allir þátttakendur saman í matsalnum og eins lengi og tíminn leyfði kynntu hóparnir niðurstöður sínar. Næst mun skólaráð taka til umfjöllunar þá þætti sem lúta að afmælisárinu, en sjálfsmatsnefnd mun nýta niðurstöður SVÓT-greiningarinnar sem hluta af sínu starfi.

 

Fjölmargt gagnlegt, skemmtilegt, uppbyggilegt og frumlegt kom út úr starfi hópanna og stefnir í áhugavert afmælisár.

-pms

Myndir