Aukinn áhugi nemenda á skákíþróttinni þykir ánægjulegur og til stuðnings við nemendur hefur skólinn
gefið nemendafélaginu til umráða taflborð, taflmenn og klukkur. Meðfylgjandi myndir sýna formlega
afhendingu gjafarinnar af hendi aðstoðarskólameistara en fyrir hönd nemenda tók Óskar Snorri Óskarsson,
tómstundaformaður, við gjöfinni.
Það er von okkar allra að áhugi nemenda á skákinni eflist enn frekar með gjöfinni og að nemendur muni
njóta vel og tefla fram gleðinni í framtíðinni.
Jóna Katrín