Það er ekki margt sem ekki er snert á hér á Laugarvatni. Í morgun var það tískusýning, þar sem stjórn Mímis sýndi fatnað, sem nemendum og starfsfólki gefst síðan færi á að kaupa, og þá með merki skólans í bak og fyrir.
Allt fór þetta vel fram að sögn þeir sem skelltu sér á sýninguna til að miða út þær flíkur – tegundir, liti og stærðir – sem þeir hyggjast skella sér á þegar færi gefst, innan skamms, að því talið er.
(myndir í myndasafni)
pms