typudagurAllt líf okkar upplifum við einhverskonar þróun: þróun í átt til að einfalda eða flækja, stækka eða minnka, létta eða þyngja – nú eða bara úr því að vera þemalaust í að verða þemabundið. Sú er raunin nú þegar týpudagur, svokallaður er haldinn á sama degi og öskudagur.

 Af tilefninu virðist hver bekkur hafa komið sér upp einhverju þema og hefur þeim sem hér skrifar tekist að bera kennsl á tvö þemu: þar er um að ræða bekk sem hlýtur að teljast skarta e.s. konar hippaþema og svo er annar hópur greinilega uppnuminn af einhverju sem hér má kalla goþþ-þema. Hvað um það, það er bara gaman að þessu og nú fer þeim kennurum fjölgandi sem taka þátt í athöfnum þessa árlega dags. Það er einnig þróun sem virðist, hægt en örugglega, vera að smeygja sér inn í kennarahópinn – í það minnsta þann hluta hans sem….. jæja. Þetta er bara orðið gott.

pms

nokkrar myndir