fuglÞað fer ekkert á milli mála að það er komið vor. Vorið er sá tími í skóla eins og okkar, þegar fólk hamast við að undirbúa það að setja punktinn aftan við vetrarstarfið. Um þessa helgi ljúka útivistarhópar síðustu ferðunum, kanóferð og ísklifri. Um næstu helgi verða vortónleikar kórsins, en þeir verða þessu sinni sameiginlegir með kór FSu í Selfosskirkju.

Fyrir utan þetta er mikið að gerast á flestum sviðum náms og kennslu svo öllu verði lokið með sómasamlegum hætti áður en  vorannarpróf hefjast laugardaginn 10. maí.

Dimissio verður á lokadegi aprílmánaðar þessu sinni og þar með eru stúdentsefni kvödd formlega, þó áfram sæki þau skóla fram að prófum.

Gleðilegt sumar.

pms