jolasveinn 3Nú er námsmati haustannar lokið þetta árið og nemendur væntanlega komnir heim í heiðardalinn til að aðstoða við jólaundirbúninginn. Kannski eru þeir farnir að skera út laufabrauð, viðra sængur, þurrka ryk úr bókahillum, bæta við jólalýsinguna, taka á móti jólasveinum, eða hvaðeina sem kallar á aðkomu þeirra í aðdraganda jóla.

Hér á Laugarvatni hefur færst ró yfir húsakynni þó einn og einn jólasveinn sjáist á stjákli hér fyrir utan. Þessi á myndinni veltir fyrir sér hvert skal nú haldið næst, en vill helst ekkert fara. Hann kann að verða þarna ennþá þegar starfsmenn og nemendur streyma á staðinn í byrjun janúar. Hver veit?

Að afloknum þessum degi verður skrifstofu skólans lokað þangað til kl. 9 að morgni þriðjudags, 3. janúar, 2017.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá, miðvikudaginn 4. janúar.

Við, starfsfólkið, óskum nemendum skólans og fjölskyldum þeirra, nær og fjær, gleði og friðar á jólum og um áramót. Við þökkum ágæt samskipti á líðandi ári og hlökkum til framhalds á nýja árinu.

pms