Skrifstofa skólans er lokuð frá og með 21. júní til og með 9. ágúst. Við opnum hana að nýju fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9:00.
Stjórnendur og gjaldkeri/fjármálastjóri munu svara fyrirspurnum á ml@ml.is eftir föngum í sumar. Netfang gjaldkera og fjármálastjóra er ragnheidur@ml.is
Upplýsingar til nýnema má sjá í bréfi til þeirra sem sent var út 20. júní. Annað bréf með nánari upplýsingum verður sent út í annarri viku ágústmánaðar.
Nýnemar og foreldrar/forráðamenn þeirra mæti mánudaginn 21. ágúst kl. 13:00. Eldri nemar mæti að kvöldi þriðjudagsins 22. ágúst. Skólasetning verður þann 23. kl. 8:15.
Innritaðir voru 52 nýnemar á fyrsta ár og að auki 8 viðbótarnemendur inn á annað ár. 114 nemendur flytjast á milli bekkja. Nemendafjöldi næsta vetrar verður því 174 sem er með mesta móti. Ekki komast allir þeirra sem þurfa á vistarrými að halda fyrir á heimavistunum en samið hefur verið um leigu á þremur íbúðum í blokkum þeim sem upphaflega voru byggðar sem námsmannablokkir Háskóla Íslands. Þar munu 11 nemendur búa.
Skipað verður niður á heimavistir og íbúðir í sumar.
Næsta vetur er síðasta sinnið sem fjórði bekkur í eldra kerfi er í skólanum. Vorið 2018 verða því tveir árgangar útskrifaðir, tæplega 70 verðandi nýstúdentar.
Njótum íslenska sumarsins og sjáumst endurnærð í ágústmánuði.
Hph