Föstudaginn 13. mars fór fram síðari hluti líffræðikeppninnar, sem hann Sindri Bernholt hafði unnið sér þátttökurétt í.

Keppnin fór fram í Háskóla Íslands. Fyrst þreyttu keppendur skriflegt próf sem reyndi á skilning á líffræðihugtökum, notkun gagna og túlkun á niðurstöðum líffræðirannsókna. Sá helmingur keppenda sem stóð sig best í því prófi hélt svo áfram í verklegt próf. Þeirra á meðal var Sindri. Eftir það voru verkleg próf þreytt; plöntuhlutagreining og smásjárskoðun annars vegar, og greining á hreinleika próteins í vatnslausn hins vegar. Sindri stóð sig vel og sýndi gott handbragð, vandvirkni og tæknikunnáttu, en náði því miður ekki að komast í gegnum þetta síðasta próf. Þetta var langur og erfiður dagur, en Sindri fór beint úr keppninni á árshátíð ML og nánast beint upp á svið að spila á trompet með félögum sínum.

Við getum verið mjög stolt af okkar manni sem komst 17 ára í hóp 10 efstu líffræðinema á landinu. Við óskum Sindra innilega til hamingju með þennan árangur og erum viss um að honum gangi betur næst.

Og til hamingju þið fimm sem farið til Japan á Ólympíuleikana í líffræði sumarið 2021 þar sem búið er að fresta keppninni um ár sjá: https://www.mbl.is/sport/frettir/2020/03/24/olympiuleikunum_frestad_til_naesta_ars/

Fyrir hönd ML-inga, Heiða Gehringer líffræðikennari