Iþrottakennsla MobileÍ febrúarmánuði hafa nemendur í íþrótta- og heilsufræði við Háskóla Íslands hér á Laugarvatni sinnt æfingakennslu í samstarfi við Menntaskólann að Laugarvatni. Þessi árlegi viðburður er mjög mikilvægur liður í námi þeirra en í mars sækja nemendur HÍ verklega þjálfun í framhaldsskólum víðs vegar um landið. Nemendur HÍ stóðu sig með prýði og ekki síður nemendur ML sem sýndu sínar bestu hliðar á meðan á þessu stóð. Smári Stefánsson heldur utan um hópinn að venju en honum til aðstoðar er Helga Kristín Sæbjörnsdóttir íþróttakennari ML. Þess ber að geta að þetta er í síðasta skipti sem samstarf af þessum toga á sér stað milli skólanna tveggja, en þessi önn er sú síðasta sem kennd er við Háskóla Íslands hér á Laugarvatni. Viljum við því nýta tækifærið og þakka fyrir gott og farsælt samstarf undanfarin ár.

Helga Kristín Sæbjörnsdóttir, fagstjóri íþrótta- og útivistar.