Nemendur á húsþingiÍ upphafi fyrsta tíma eftir hádegi var hringt til húsþings að ósk nemenda í þeim tilgangi að vekja enn frekar athygli á boðskapnum sem bolirnir sem þeir klæðast þennan daginn flytja. Á húsþinginu flutti Helgi Helgason, trúnaðarmaður kennara, ávarp þar sem hann þakkaði nemendum fyrir frumkvæðið og þann stuðning við kennara sem í því fælist. Hjá Helga kom fram, það sem reyndar allir vita, að kennarar bera mikla umhyggju fyrir nemendum sínum, þó svo þeir þurfi nú stundum að setja ofan í við þá eða setja þeim mörk. Slíkt sé bara hluti af umhyggjunni. 

Síðan ítrekaði hann þakkir sínar fyrir hönd kennara skólans og lýsti þeirri von allra, að ekki þurfi að koma til verkfalls.

Að lokum sungu allir viðstaddir skólasönginn, Til fánans. Þar var vel tekið undir enda taka 60 nemendur þátt í starfi skólakórsins.

pms

Myndir frá þessum boladegi öllum