Föstudaginn 3. nóvember fóru nemendur úr 2F, ásamt kennara sínum í áfanganum Tjodarspegill– Félagsfræði: kenningar og rannsóknir, í Háskóla Íslands til þess að fylgjast með Þjóðarspeglinum. Pálmi keyrði rútuna og var lagt snemma af stað (7.45) til þess að ná fyrsta erindinu sem hófst klukkan 9 um morguninn.

Þjóðarspegillinn er ráðstefna í félagsvísindum þar sem fjallað er um það helsta í rannsóknum á sviði félagsvísinda hér á landi. Fyrirlestrar eru fluttir á málstofum og fengu nemendur að velja sér málstofu. Hvert og eitt valdi sér eina málstofu fyrir hádegi og aðra eftir hádegi. Má þar nefna málstofur á borð við: Framtíð íslenska heilbrigðiskerfisins, Rannsóknastofa í afbrotafræði: Ofbeldisbrot, öryggistilfinning og afbrotaþróun, MARK I: Kyngervi, kynferðiseinelti og kynlífsmenning og Sálræn áföll og ofbeldi. Erindin voru áhugaverð og sköpuðu líflegar umræður sem nemendur ML tóku virkan þátt í. Gaman var að koma upp í Háskólann og kynnast menningunni þar. Í hádeginu var svo farið á Hard Rock þar sem var ljúffengir hamborgarar voru snæddir með bros á vör. Mörgum þótti það hápunktur ferðarinnar. Virkilega skemmtileg ferð með flottum nemendum.

Nokkrar myndir hérna.

Karen Dögg BryndísarogKarlsdóttir félagsvísindakennari