Nemendum á þriðja ári hefur að vori staðið til boða að velja Berlínaráfanga eftir skylduáfanga í þýsku. Hluti af þeim áfanga er ferð til Berlínar.  Í ár var það ekki hægt og því var ákveðið að bjóða upp á kvikmynda- og menningaráfanga. Þessa vikuna í þýskuvali voru útbúnir þýskir réttir eins og Käsespätzle (ostapasta), Käsekuchen (ostakaka), Marmorkuchen (marmarakaka) og Weihnachtsplätzchen (smákökur). Stóðu nemendur sig virkilega vel og smakkaðist afraksturinn einnig mjög vel. Skemmtileg tilbreyting að geta boðið upp á verklegt nám í nýja skólaeldhúsinu í HÍ. Líta má nemendur að verki við að útbúa kræsingarnar hér.

Margrét Elín Ólafsdóttir, þýskukennari