eineltisdagur2Því hefur nú lengi verið haldið fram að einelti væri hið versta böl. Það hafa margar ræður verið fluttar um efnið, greinar hafa verið skrifaðar, reynslusögur sagðar.
Ennþá búum við við einelti vítt og breytt um samfélagið.
Ætli það sé ekki svo, þegar grannt er skoðað, að mannskepnan er komin styttra á þróunarbrautinni (frá hænunum í hænsnakofanum), en hún vill oft vera láta. Einhverjir eðlisþættir virðast kalla á að við reynum að troðast hærra í einhverjum ímynduðum virðingarstiga á kostnað annarra, frekar en á eigin verðleikum.
Það er hinsvegar svo, að það ástundar enginn einelti á þeim tíma sem það á sér stað. Það eru allir á móti einelti. Það skilur enginn í hvað það er sem fær fólk til að leggja aðra í einelti. Þrátt fyrir þetta  verður fólk fyrir einelti.
Hvernig má það vera?
Í dag kl. 13:00 hringdu nemendur og starfsfólk ML skólabjöllunni til stuðnings andófinu gegn einelti. Þetta fór þannig fram að það var mynduð röð á ganginum þar sem bjallan er. Þá hringdi hver maður bjöllunni þrisvar. Þessi uppákoma stóð yfir í 7 mínútur.
pms

MYNDIR Í MYNDASAFNI