Í dag, 12. apríl, er 59 ára afmæli Menntaskólans að Laugarvatni, en skólinn var formlega stofnaður sem sjálfstæður skóli á þessum degi árið 1953. Í nokkur ár fyrir stofnun hans, eða frá 1947, voru nemendur við menntaskólanám á Laugarvatni í samstarfi við Menntaskólann í Reykjavík. 1952 útskrifuðust síðan sex nemendur héðan sem stúdentar frá MR.
Á næsta ári verður 60 ára afmælinu fagnað með ýmsum hætti og er undirbúningur þegar hafinn.
-pms