Stjórn Menntaskólans að Laugarvatni hefur tekið til umjöllunar mál Helga Helgasonar, kennara við skólann, og vill koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri.
Sú orðræða sem Helgi hefur viðhaft samræmist ekki stefnu eða einkennum skólans.
Stjórn skólans og Helgi hafa sammælst um að hann fari í leyfi frá og með deginum í dag og í kjölfarið verði gengið frá starfslokum.
Skólameistari