Þriðjudaginn 5. janúar hefst kennsla skv. stundatöflu kl. 8:15. Annar og þriðji bekkur eru þá boðaðir í staðnám og geta komið á vistina að kvöldi mánudagsins 4. janúar.

Fyrsti bekkur mun hefja önnina í fjarnámi. Fljótlega í janúar mun fyrsti bekkur svo vera boðaður í staðnám. Undirbúningur er nú í gangi þannig að hægt sé taka á móti öllum nemendum í hús og verða nemendur upplýstir eins fljótt og auðið er (í næstu viku skýrast málin hratt).

Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðherra verðum við á appelsínugulu stigi frá og með 1. janúar og getum því loksins tekið á móti nemendum að einhverju ráði. Mikið gleðjumst við hér!

Við þurfum þó enn að vanda okkur og við munum fara yfir það með nemendum nánar þegar þeir mæta á svæðið hvernig reglum verður háttað. Til að byrja með verður grímuskylda og á heimavistum gildir það líka í öllum sameiginlegum rýmum. Herbergisfélagar geta verið grímulausir inni á sínum herbergjum en mega ekki bjóða gestum inni í herbergin.

Kveðja,

Neyðarstjórn ML