utv372tjald 7Á föstudaginn lögðu nemendur í framhaldsáfanga útivistar af stað í tjaldferð. Gengið var frá ML sem leið lá norður þorpið, upp Giljareiti yfir Fagradal og í Skillandsdal þar sem tjaldað var.

Veðrið á föstudeginum var með allra besta móti og það voru þreyttir en sælir nemendur sem grilluðu pylsur yfir opnum eldi inni í litlum hellisskúta, eftir að hafa tjaldað.

Um nóttina hvessti og það fór að rigna. Eftir staðgóðan morgunverð var svo gengið niður á Hjálmsstaði í roki og rigningu. Ferðin endaði svo á sama stað og hún byrjaði, við ML.

Skemmtileg ferð í alla staði og nemendur stóðu sig með stakri prýði.

Smári Stefánsson, útivistarkennari

MYNDIR