jminjasafniSkólinn hefur samþykkt, fyrir sitt leyti, að söfnun um hefðir og siði á vegum Þjóðminjasafns Íslands, fari fram í skólanum. Tilgangur þessarar söfnunar er að „kynnast þeirri menningu sem ríkir meðal nemenda„. Söfnunin er hluti af meistaraverkefni í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Það verður aðallega spurt um eigin reynslu nemenda og öll svör verða ópersónugreinanleg.

 

Það er fagstjóri þjóðhátta á Þjóðminjasafni Íslands sem setur fram þessa ósk og hann mun í framhaldi af samþykki skólans setja sig í samband við foreldraráð og nemendafélagið Mími. Hann mun leita tilskilinna leyfa hjá foreldrum/forráðamönnum og samstarfi við nemendur.

Þjóðminjasafnið hefur á þessu ári safnað heimildum um þjóðhætti með spurningaskrám í 50 ár. Þar hefur verið spurt um lífshætti, siði og venjur frá fyrri tímum og einnig úr samtímanum. Þessi svör eru varðveitt í skjalasafni stofnunarinnar og hafa verið slegin inn í rafrænan gagnagrunn.

(Texti fréttarinnar byggir á tölvupósti Ágústs Ólafs Georgssonar, fagstjóra þjóðhátta, dags 5. okt. 2011)

pms