Við í Kór Menntaskólans að Laugarvatni verðum með notalega kvöldstund í Skálholtskirkju að kvöldi þriðjudagsins 26. nóvember klukkan 20:30. Við bjóðum alla velkomna til að njóta fallegs söngs í aðdraganda aðventu, tónlistar, hugvekju og ýmissa skemmtilegra atriða í góðum félagsskap. Aðgangur er ókeypis en í söngskrá verða upplýsingar um reikningsnúmer sem hægt er að leggja inn á og er vonast til að sem flestir sjái sér fært að styrkja okkur svo við getum haldið skemmtilegu kórastarfi áfram en m.a. er stefnt á að fara í kórferð utanlands.
Það eru 64 nemendur í kórnum og stjórnandi er Eyrún Jónasdóttir. Vonumst til að sjá sem flesta.
Kórfélagar í Kór Menntaskólans að Laugarvatni