tolnleikarvor2014stutt2

Á þessu vori halda kórar ML og FSu sameiginlega tónleika í Selfosskirkju, en það hefur verið allnokkur samvinna milli þeirra í vetur.

Kórar hafa starfað við Menntaskólann að Laugarvatni, með hléum, allt frá stofnun skólans árið 1953.
Kórinn, með núverandi stjórnanda, er að ljúka sínu þriðja starfsári. Hann hefur þessi þrjú ár sungið mjög fjölbreytta tónlist bæði hefðbunda kórtónlist og rythmíska.
Kórinn stefnir á fyrstu utanlandsferð sína að ári og fleiri spennandi verkefni eru í sjónmáli m.a. kórahátíð ungmenna sem haldin verður í Hörpu haustið 2015.
Kórfélagar eru nú 56 talsins.

Stjórnandinn, Eyrún Jónasdóttir, stjórnar einnig Vörðukórnum og Kirkjukór Kálfholtskirkju auk þess að kenna söng hjá Tónsmiðju Suðurlands.

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands var stofnaður 1983 og hefur starfað óslitið síðan.
Undanfarin ár hefur verið lögð meiri áhersla á rytmíska tónlist heldur en hefðbundna kórtónlist og hefur það skapað kórnum nokkra sérstöðu þó sífellt fleiri kórar feti þá braut í dag.
Kórinn hefur farið í nokkrar utanlandsferðir og gefið út hljóðsnældur og diska.
Nú á vormisseri 2014 eru kórfélagar 36.

Stjórnandinn, Örlygur Atli Guðmundsson, stjórnar einnig m.a. Hverafuglum, kór eldri borgara í Hveragerði, og Karlakór Kjalnesinga sunnan heiða.