toppmennMeðfylgjandi mynd er af hópnum sem fyrstur komst á topp Bjarnarfells í árlegri fjallgöngu nemenda og starfsfólks, sem var í dag.  (Pálmi Hilmarsson tók myndina, svo því sé haldið til haga, sem sýnir fram á að hann var meðal þeirra fyrstu á toppinn, Gríma sagði reyndar að ég mætti ekki fara svona inn í þetta mál – þangað til hún sá myndina).

Þessi fjallganga snýst nú hreint ekkert um keppni í því að vera fyrstur. Hún er bara hluti að lífshlaupinu okkar allra.

Fjölmargir nemendur gengu alla leið á toppinn, en allir gerðu eins og þeir gátu, sumir sýndu meira að segja af sér talsverðan hetjuskap með því, t.d. að láta ekki hælsæri halda aftur af sér. 

Langstærstur hluti nemenda tók þátt í þessari fjallgöngu í öndvegisveðri. 

-pms

nokkrar myndir í boði HPH